Íslandsmeistaratitillinn mun ráðast í síðustu torfærunni í sumar, Greifatorfærunni 17. ágúst!

Ljósaæfing á miðvikudaginn 31. júlí
30. júlí, 2019
Úrslit úr Greifatorfærunni 17. ágúst 2019
21. ágúst, 2019
Show all

Íslandsmeistaratitillinn mun ráðast í síðustu torfærunni í sumar, Greifatorfærunni 17. ágúst!

17. ágúst næstkomandi verður haldin hin árlega Greifatorfæra á svæðinum hjá okkur við Hlíðarfjallsveg. Gríðarleg spenna er í íslandsmótinu en etja þeir Þór Þormar Pálsson og Haukur Viðar Einarsson kappi um íslandsmeistaratitilinn í sérútbúnum flokki! Þór Þormar situr í efsta sæti í íslandsmótinu með 62 stig en Haukur Viðar er þar skammt undan með 58 stig þannig að mjótt er á munum.  Einnig er gríðarleg spenna í götubílaflokki en þar berjast þeir Steingrímur Bjarnason og Óskar Guðmundsson, Steingrímur er með 72 stig og Óskar með 67 stig.  Keppnin byrjar klukkan 11:00 og verða keyrðar 2 brautir fyrir hádeigi, eftir hádeigi verða síðan keyrðar 4 brautir. Kvöldinu áður verður haldin í fyrsta skiptið svokölluð RC torfæra, sem að er torfærukeppni á fjarstýrðum bílum. Hér er nánari dagskrá:

Föstudaginn 16. Ágúst:

Kl. 18:00 opnar pitturinn fyrir almenning og keppendur og mun klúbburinn bjóða uppá grillaðar pylsur og svala handa yngstu kynslóðinni.
Kl. 20:30 verður haldin RC Torfærukeppni (Fjarstýrðir Jeppar) og verða keyrðar 3 brautir. öllum frjálst að taka þátt, skráning á staðnum.

Laugardaginn 17. Ágúst:      Greifatorfæran!

Kl. 11:00 Hefst keppni og verður keyrðar tvær brautir, >  matarhlé
Kl. 13:00 Hefst keppni að nýju og verða keyrðar fjórar brautir

Að keppni lokinni ætlar BA að bjóða áhugamönnum og keppendum á lokahóf í félagsheimili þeirra þar sem trúbadorinn Stefán Waage mun spila fram á rauða nótt.
Húsið opnar 20:30 og verðlauna afhending hefst kl. 21:30

 

Comments are closed.