Aron Jarl ókrýndur sigurvegari Bíladaga

Aron Jarl Hillers, sem hefur verið einn af virkari keppendum á bíladögum í gegnum tíðina sló öll met á bíladögum í ár og vann til gulls í þremur keppnisgreinum.  Hann byrjaði á gulli í driftinu á miðvikudaginn, stóð uppi sem sigurvegari í Auto-x á fimmtudaginn og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði í flokki  6 strokka bíla á götuspyrnunni á laugardaginn.   
Aron er búinn að stefna að þessu leynt og ljóst síðustu fjögur árin og uppskar loksins í ár.

Bílaklúbburinn óskar Aroni til hamingju með árangurinn, eljuna og kappið og þakkar honum fyrir að vera sannarlega hollvinur BA.

(mynd tekin af facebook síðu Arons Jarls)

 

Vídeó af youtube síðu Jakobs Cecils:


Athugasemdir