Litið til baka - baráttan fyrir landsvæði byrjaði snemma

Allt frá fyrstu dögum Bílaklúbbsins ræddu félagsmenn um að klúbbnum væri nauðsynlegt að eignast landsvæði undir starfsemi sýna.  Bæði þótti það nauðsynlegt til að koma glæfrakstri af götum bæjarins og til að geta sinnt keppnishaldi af myndarskap.  Sáu menn fyrir sér svæði þar sem væri t.d. hægt að halda torfærukeppnir og sandspyrnur.  Draumurinn var svo að koma líka upp kvartmílubraut.

Það var því mjög snemma sem klúbburinn átti í samskiptum við Akureyrarbæ.  Þau samskipti áttu eftir að eiga sér langa sögu sem endaði eftir þrotlausa vinnu í núverandi landsvæði, eitt glæsilegasta bifreiðaíþróttasvæði landsins.  

Hér fyrir neðan er stutt yfirferð.  Athugasemdir, leiðréttingar, fleiri myndir eða sögur er vel þegnar.

 

Félagar í klúbbnum gripu til ýmissa ráð til að vekja athygli á málstað sínum.  Fyrstu árin fóru klúbbfélagar í hópakstur um bæinn.  Sett voru spjöld á bílana með merki klúbbsins og slagorðinu "Hraðakstur af götunum á lokuð svæði".

 

 

Í maí 1976 hittast menn niður á eyri, merkja bílana og keyra um bæinn.  

( myndir af spjallsvæði kk, Óli Baddi (Ólafur B. Guðmundsson),  tók myndirnar)

 

Smá söguskýring frá Gagga:

Þarna má sjá margan frægan vagninn. Boss 302 (gulur í eigu Sidda), Barracuda Formula S 340 (grá þarna í eigu Dóra Fíra, sem ég held að sé Cudan sem S. Andersen málaði í Sox & Martin litunum), bláa 69 Töngin sem Þórir Tryggva átti, og svo í einu horninu hinum megin götunnar er engin önnur í fjólulit en "Crazy Horses" Töngin sem Moparpabbi átti sennilega þá. Koparliti 69 Mustan Grande-inn er líklega sá sem er rauður í dag og í eigu Sverris í Ysta-Felli. Þarna var hann A5050 í eigu Steina Ingólfss (seinna ´fór það númer á 68 Chargerinn svarta).  Svarta bjallan var í eigu Gúgga heitins Pálss sem gerði upp Citroen 1946 (sá rauði). Fólksvagninn græni var með húdd af M. Benz. Eigandinn, og sá sem gerði hann upp var Sigurjón sem líka sprautaði Pontiacinn hans Braga Finnboga. Sigurjón var vandvirkur með sprautukönnuna. Líka má sjá þarna Mercury Montclair sem Halli Hansen átti. Það var hægt að skrúfa afturrúðuna (ég er ekki að tala um hliðarrúðurnar heldur þessa stóru) niður á þeim bíl. Stundum þegar var gleðskapur í honum vildu menn sitja á hillunni aftan við aftursætið og nota toppinn sem borð fyrir brennda drykki þegar ekið var um rúntinn. Svo fór fyrir einum í þessari stellingu að hann féll aftur fyrir sig, út á skottlokið og þaðan niður á götu þegar teppinu var gefið lauslega inn. Honum mun ekki hafa orðið meint af. A.m.k. heyrði ég í honum í útvarpinu um daginn þar sem hann var að ræða um að fólk ætti að gæta öryggis við meðhöndlun gasáhalda í hjólhýsum. 

Bunan lögð af stað

 

Í hópnum er Konráð Jóhannsson, sem var formaður Bílaklúbbsins um tíma, á stífbónuðum Jeepster.

 

Hér sjáum við svo í umfjöllun í Vísi frá 30. maí 1976 að klúbburinn er þegar búinn að leita til bæjarins með umleitanir um landsvæði og hefur mætt þar skilningi.  Menn eru stórhuga, nefna torfærukeppnir, rallakstur og spyrnukeppnir.  Þarna telur klúbburinn 70 - 100 meðlimi og er því merkilega metnaðarfullur.

(Hlekkur í umfjöllunina í heild sinni, hún er um bílaklúbbinn og 17. júní bílasýninguna:  http://timarit.is/files/32010886.jpg

 

Bílaklúbbsmenn endurtóku þetta nokkrum sinnum.  9. júli 1978 safnast menn saman á nýjan leik og keyra.  Mitt á milli ameríska járnsins er glænýr Lada Sport með ansi öfluga grjótgrind.  Renegade Jeep-inn með stóra skiltið er á þessum tíma í eigu Vésteins F.  Þarna má líka sjá svokölluðu brennivíns-Novuna.  (Upplýsingar um bíla eru vel þegnar)

Hópaksturinn vekur athygli og birtist frétt um hann í fjölmiðlum

.

Klúbburinn leitar formlega til bæjaryfirvalda og er erindið sent til skipulagdeildar. Frétt birtist um umsóknin 26. júlí 1978.  Sótt var um svæði upp í Glerárdal.

En þetta var ekki búið og þurfti þrotlausa vinnu bílaklúbbsmanna í nokkra áratugi í viðbót.  Og ekki var þetta alltaf slétt og felld leið.  Hér er umfjöllun um klúbbinn í Dagblaðinu frá 18. febrúar 1980 (rúmu ári frá því erindið barst til bæjarins) þar sem kemur fram að umsóknin virðist hafi týnst í kerfinu !

(Hér má sjá umfjöllunina í heild sinni:  http://timarit.is/files/32232859.jpg )

 

Svo fór að svæðið upp í Glerárdal (bæjarkrúsirnar) var notað að nokkru leiti.  Torfærurnar voru náttúrulega þar um árabil en að auki var búin til rallýkrossbraut sunnan við öskuhaugana og keppt þar þó nokkuð mörg ár.  Keppt var aðeins í sandspyrnu á svæðinu en Hrafnagil hélt áfram að vera helsta sandspyrnusvæði klúbbsins.  Nokkrar motocross keppnir voru einnig haldnar á svæðinu á fyrri hluta 9. áratugarins.

Glerárdalssvæðið varð þó aldrei að því keppnissvæði sem menn höfðu haft hugmyndir um, enda kannski ekki sérlegt hentugt.

Hér eru nokkur youtube vídeó af svæðinu, sjá má fleiri á youtube síðu Björgvins Ólafssonar

 9. júní 1984, sandspyrna, Glerárdal.

 
21. júlí sama ár, 1984, er haldin motocross keppni:
Hér er viðtal við einn motocross keppandann, bílaklúbbsmanninn og seinna meir torfærukappann, Helga Schiöth   http://timarit.is/files/32423146.jpg
 
Rallýkross, 1989
 
  

 

 

Athugasemdir, leiðréttingar, myndir eða sögur eru vel þegnar.

 

 

 


Athugasemdir