Minningardagur BA - minnisvarðar afhjúpaðir

Minningardagur BA var haldinn í dag föstudag, 5. ágúst. Dagurinn byrjaði kl 17:00 með athöfn, þar sem minnisvarðar um Pál Steindór Steindórsson, Pétur Róbert Tryggvason og aðra fallna félaga voru afhjúpaðir.  Þess næst var afhentur styrkur frá mótorhjólafólki og BA í sjóð hollvinasamtaka SAK til kaupa á svokallaðri ferðafóstru.  Boðið var svo í kaffiveitingar frá Bakaríinu við brúna í sal Bílaklúbbsins í félagsheimilinu

Klukkan 20:00 var svo spyrnubrautin opin þar sem haldið var árlegt minningarmót.

Bílaklúbburinn þakkar öllum sem mættu og sýndu hlýhug.

 

Myndir frá deginum: http://www.ba.is/is/um-okkur/myndir/keppnir/minningardagur_2016

 


Athugasemdir