Okkar menn gerðu það gott í Torfæru í USA

Team THOR
Team THOR

Þór Þormar hlaut tililinn USA meistarinn 2017 í torfæru eftir harða baráttu á loka metrunum í annars jafnri og spennandi keppni sem haldin var í Tenesee nánar tiltekið í Bikini bottoms offroad park. Úrslit keppninar réðust ekki fyrr en í síðustu braut keppninar sem var tímabraut og fólst hún í því að fleyta á vatni. Þór náði þar öðrum besta tíma kvöldsins ásamt því að vera með flotta sýningu í brautini enn hann ók með flugelda á toppnum sem skutust upp meðan hann fleytti vatni á enda.

Enn Gestur J Ingólfsson og Bjarki Reynisson kepptu einnig undir okkar merkjum í USA og stóð þar helst uppúr þegar Gestur fleytti Draumnum yfir vatnið á besta tíma kvöldsins með miklum tilþrifum. Enn Gestur á Draumnum lenti í fjórða sæti í heildina og Bjarki á Dýrinu í því tíunda 

Við hjá BA óskum okkar mönnum til hamingju og Þór sérstklega fyrir frábæran árangur.


Athugasemdir