Ungliðadeild

Ungliðadeild

Þessi deild er enn ekki stofnuð þar sem deildin er alveg ný en verður virk vonandi innan tíðar.
Markmið þessarar deildar er að vinna að bíla og mótorsport tengdum viðburðum nýliða ásamt því að kynna byrjendum hvernig umgangast þurfi mótorsport með öryggið í fyrirrúmi.
Þessari deild verður fylgt eftir af reyndum mönnum í félaginu og hvetjum við reynda menn að gefa krafta sína hér líka.

Framtíð mótorsportsins mun verða í höndum núverandi barna og unglinga í náinni framtíð.

þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í þessa deild og vera virkir félagar mega endilega láta vita af sér á félagsfundum á mánudagskvöldum kl 20,30 eða senda fyrirspurnir á ba@ba.is

Úr reglum BA;

Ungliðadeild.
Deildin stendur fyrir unglingastarfi innan félagins og kemur á framfæri hugmyndum um námskeið og fræðslu varðandi, bíla, keppnir og keppnishald fyrir ungt og óreynt fólk.