Um okkur

 

Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og er eitt elsta akstursíþróttafélag landsins.

Klúbburinn setti fljótt mark sitt á akstursíþróttasögu og bílamenningu landans með tíðum keppnum og öðrum viðburðum.  Stóðu þar lengi framan af upp úr árlega 17. júní bílasýningin  og torfæru- og sandspyrnukeppnir.

Klúbburinn hefur verið með félagsheimili á Óseyri, í Frostagötu 6b og síðan 2012 á núverandi svæði klúbbsins að Hliðarfjallsvegi 13.

Í gegnum tíðina hefur klúbburinn staðið fyrir ótrúlega fjölbreyttum viðburðum;  má þar nefna sem fyrr segir bílasýningar, torfæru- og sandspyrnukeppnir, rally-cross, götuspyrnur, auto-x, go-kart, mótorhjóla- og vélsleðaspyrnur, reykspól- og græjukeppnir og eflaust ýmist annað.

Klúbburinn hefur ötullega unnið frá fyrstu tíða að því að koma upp svæði með aðstöðu til keppna og til að vinna að bættri umferðarmenningu á Akureyri.  Eftir nokkurra áratuga baráttu eignaðist klúbburinn svo núverandi svæði, þar sem unnið hefur verið ötullega að uppbyggingu.  Á svæðinu er félagsheimili klúbbsins, ökugerði og keppnissvæði.  Keppnissvæðið hýsir götuspyrnur, sandspyrnur, torfærukeppnir, auto-x, go-kart og annað.

Síðustu ár hafa Bíladagar verið aðalviðburðir klúbbsins. 

Félagsstarf klúbbsins er með ágætum blóma, almennir fundir eru hvern mánudag kl. 20.  Allir velkomnir.