1975 - Torfæra

Fyrsta torfærukeppnin

Þann 24. ágúst 1975 var fyrst torfærukeppni Bílaklúbbsins haldin.  Á þessum tíma mátti frekar kalla keppnirnar jeppaleikni.  Til dæmis voru gefin refsistig fyrir harkalegan akstur! 

Fjöldi áhorfenda mætti á keppnina, eða um 2000 þúsund manns, sem mundi teljast með ólíkindum gott í dag, hver sem viðburðurinn væri.  Má samt segja að það hafi verið lenska á þessum árum að fólk fjölmennti á akstursíþróttaviðburði, sunnan og norðan heiða.   

Auglýsing í Íslendingi 21. ágúst 1975

islendingur  

 

Hér eru keppnistækin, í röð samkvæmt úrslitum dagsins.  Yst til vinstri er bíll sigurvegarns, Jeepster sem Steindór G. Steindórsson keyrði. Næstur var Tommi Eyþórs á Toyota Land Cruiser.  Í þriðja sæti á Bronco var Páll Pálsson.  Fjórði var Vésteinn Finnsson og fimmti var svo Björn Guðmundsson á "Saxa".  Einnig kepptu Siddi Þórs á Willys,  Gunnar Tryggvason á 46 Willys og Guðmundur Jónasson á 55 Willys.

 

Keppendur

Vésteinn

Siddi Þórs

Siddi Þórs

Tommi Eyþórs

Tommi Eyþórs

     

Keppnin virðist hafa farið vel fram og verið góð skemmtun.  Ekki voru þó allir jafnsáttir við úrslitin.  Kannski í fyrsta en alls ekki síðasta skipti sem menn deilda um úrslit og framkvæmd í torfærukeppnum.

Umfjöllun

Íþróttir

Arthúr Bogason lét svo í sér heyra og hrósaði klúbbnum fyrir keppnina

Arthur Boga

 

Fleiri myndir úr keppninni

Vésteinn á fleygiferð

 

 

 

Sigurvegarinn

Tommi Eyþórs í dekkjagryfjunni

Siddi Þórs