Árið er 1978

1978 var viðburðaríkt í keppnishaldi BA.   Bílasýningin 17. júni festi sig í sessi.  Klúbburinn hélt áfram sinni baráttu fyrir landsvæði og fór hópakstur  um sumarið.  Haldin var fyrsta sandspyrnukeppni BA við mikla lukku.  Um haustið var svo haldin torfæra.

Húsnæðið að Kaldbaksgötu var selt vegna deiliskipulagsbreytinga og klúbburinn húsnæðislaus um tíma þar til klúbburinn kom sér fyrir  í Hafnarstræti 19 þegar vesturhluti hússins var keyptur fyrir 3 miljónir króna.

Meðlimir klúbbsins orðnir um 80.

Kvartmíluklúbbnum var lánuð 1 miljón króna til aðstoðar við lagningu kvartmílubrautarinnar.  Lánið var á sanngjörnum vöxtum í óðaverbólgu þeirra ára, 20% !

Bílaklúbburinn sendir inn erindi til bæjarstjórnar vegna landsvæðis:

Landsvæði